Í vetur rakst ég á forritið Zondle sem er skólaumhverfi þar sem námið fer fram í gegnum tölvuleiki. Þú getur innskráð þig sem kennari, nemandi eða foreldri. Sem kennari getur þú skráð inn bekkinn þinn og búið til verkefni sem nemandinn vinnur síðan í gegnum leik. Nemendur geta valið úr nokkrum leikjum þannig að þeir þurfa ekki allir að vera í sama leiknum en gera samt sama verkefnið, bara skemmtilegt, allavega fannst mínum nemendum skemmtilegt að vinna þessi verkefni. Nemendur geta líka búið til sína eigin leiki og leikið í leikjum annarra nemenda.
Í kennaraaðganginum sér kennarinn árangur nemenda í hverjum leik, hversu oft nemandinn hefur leikið leikinn og hvaða spurningar eru erfiðari en aðrar.
Mjög gott verkfæri fyrir kennara á yngsta og miðstigi...
Eitt af því nýjasta í Zondle er Zondle challange, það er svipað og Kahoot en mér finnst það samt betra að því leiti að í Zondle geta nemendur séð spurninguna og svörin á tækjunum sínum en ekki í Kahoot. Það gerir kennurum kleift að spila saman á milli skóla á rauntíma.