miðvikudagur, 22. júlí 2015

Quizizz.com - spurningaleikur

Var að skoða spurningaleikinn Quizizz (sem Svava setti inn á sameiginlega pinterestborðið Samspil2015)  sem er svipaður og Kahoot nema að í þessum spurningaleik er hægt að láta spilara sjá bæði spurningu og svör á sínum tækjum. Prófaði að gera stuttan spurningaleik og fékk stelpurnar mínar til að prófa hann og fannst þeim það æðislegt. Sé fyrir  mér að hægt sé að gera spurningakeppni á milli skóla og bekkja innan skólans.