föstudagur, 10. apríl 2015

Útspil - Bolungarvík 10. apríl

Útspil var hjá okkur Í Bolungarvík í dag. Það var einkar fróðlegt, við kynntumst titanpad, kahoot, twitter, TveetDeck, instagram og padlet svo eitthvað sé nefnt.
Ég hef kynnst kahoot og finnst það skemmtilegt forrit, það gefur góða notkunarmöguleika í kennslu.Nemendum finnst mjög skemmtilegt að búa til spurningar og að fara í spurningarleikinn.
Ég hef einnig kynnst padlet sem er korktafla sem hægt er að nota í kennslu, samvinnuverkefni á milli nemenda þar sem nemendur geta unnið ýmis verkefni sem ekki krefjast mikils texta en hægt er að setja inn bæði myndir og myndbönd.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli