miðvikudagur, 22. júlí 2015

Quizizz.com - spurningaleikur

Var að skoða spurningaleikinn Quizizz (sem Svava setti inn á sameiginlega pinterestborðið Samspil2015)  sem er svipaður og Kahoot nema að í þessum spurningaleik er hægt að láta spilara sjá bæði spurningu og svör á sínum tækjum. Prófaði að gera stuttan spurningaleik og fékk stelpurnar mínar til að prófa hann og fannst þeim það æðislegt. Sé fyrir  mér að hægt sé að gera spurningakeppni á milli skóla og bekkja innan skólans.

mánudagur, 15. júní 2015

Tynker - forritun

Góðan daginn
Ég rakst á forritið Tynker um daginn og sýnist að það geti verið skemmtilegt að kenna þetta á yngsta stigi í forritun. Held að ég setji þetta inn á áætlun hjá mér í haust.

föstudagur, 12. júní 2015

Skýjalausnir - 25. mars 2015

Vefnámskeiðið Skýjalausnir kom mér skemmtilega á óvart. Það hvernig hægt er að skipuleggja skólastarfið á skýi finnst mér alveg brilljant/frábært, það að fara í gegnum námskeiðið þá kom alltaf annað slagið umm, já þetta getum við notað, þetta er frábært! o.s.frv.
Ég myndi telja að það þyrfti að fá kynningu á þessu í hverjum skóla!
Ég segi bara áfram svona...

sunnudagur, 24. maí 2015

ZONDLE

Í vetur rakst ég á forritið Zondle sem er skólaumhverfi þar sem námið fer fram í gegnum tölvuleiki. Þú getur innskráð þig sem kennari, nemandi eða foreldri. Sem kennari getur þú skráð inn bekkinn þinn og búið til verkefni sem nemandinn vinnur síðan í gegnum leik. Nemendur geta valið úr nokkrum leikjum þannig að þeir þurfa ekki allir að vera í sama leiknum en gera samt sama verkefnið, bara skemmtilegt, allavega fannst mínum nemendum skemmtilegt að vinna þessi verkefni. Nemendur geta líka búið til sína eigin leiki og leikið í leikjum annarra nemenda.
Í kennaraaðganginum sér kennarinn árangur nemenda í hverjum leik, hversu oft nemandinn hefur leikið leikinn og hvaða spurningar eru erfiðari en aðrar.
Mjög gott verkfæri fyrir kennara á yngsta og miðstigi...

Eitt af því nýjasta í Zondle er Zondle challange, það er svipað og Kahoot en mér finnst það samt betra að því leiti að í Zondle geta nemendur séð spurninguna og svörin á tækjunum sínum en ekki í Kahoot. Það gerir kennurum kleift að spila saman á milli skóla á rauntíma.

fimmtudagur, 23. apríl 2015

Thinklink

Góðan daginn
Ég var að skoða forritið Thinklink. Þetta er ótrúlega einfalt og skemmtilegt forrit og hægt er að nota það í kennslu. Það er hægt að búa til hópa og bjóða inn með lykilorði sem þeir láta í té. Í þessu forriti geta nemendur/kennari sett inn slóðir á mismunandi staði á myndir til útskýringar eða sem spurningar.

föstudagur, 10. apríl 2015

Útspil - Bolungarvík 10. apríl

Útspil var hjá okkur Í Bolungarvík í dag. Það var einkar fróðlegt, við kynntumst titanpad, kahoot, twitter, TveetDeck, instagram og padlet svo eitthvað sé nefnt.
Ég hef kynnst kahoot og finnst það skemmtilegt forrit, það gefur góða notkunarmöguleika í kennslu.Nemendum finnst mjög skemmtilegt að búa til spurningar og að fara í spurningarleikinn.
Ég hef einnig kynnst padlet sem er korktafla sem hægt er að nota í kennslu, samvinnuverkefni á milli nemenda þar sem nemendur geta unnið ýmis verkefni sem ekki krefjast mikils texta en hægt er að setja inn bæði myndir og myndbönd.


fimmtudagur, 9. apríl 2015

Classkick og nearpod

Í morgun prófaði ég forritin Nearpod og Classkick með nemendum. Ég hafði áður verið að prófa að gera verkefni í báðum forritunum til að sýna nemendum mínum. Mér persónulega fannst Nearpot vera frekar þungt í vöfum og erfitt að átta mig á því og eins fannst nemendum mínum.
En í Classkick gerði ég stærðfræðikennslustund og fannst bæði mér og nemendum mínum gaman að vinna í því og ætlum að gera aðra tilraun á morgun. Nemendur komu með sín snjalltæki í skólan. Það eina sem mér finnst í bili um Classkick er að það er eingöngu hægt að nota á ipad, hefði gjarnan viljað að það væri hægt að nota önnur snjalltæki þar sem skólinn á engin.