fimmtudagur, 9. apríl 2015

Classkick og nearpod

Í morgun prófaði ég forritin Nearpod og Classkick með nemendum. Ég hafði áður verið að prófa að gera verkefni í báðum forritunum til að sýna nemendum mínum. Mér persónulega fannst Nearpot vera frekar þungt í vöfum og erfitt að átta mig á því og eins fannst nemendum mínum.
En í Classkick gerði ég stærðfræðikennslustund og fannst bæði mér og nemendum mínum gaman að vinna í því og ætlum að gera aðra tilraun á morgun. Nemendur komu með sín snjalltæki í skólan. Það eina sem mér finnst í bili um Classkick er að það er eingöngu hægt að nota á ipad, hefði gjarnan viljað að það væri hægt að nota önnur snjalltæki þar sem skólinn á engin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli