mánudagur, 30. mars 2015

Powtoon - kynningarforrit

PowToon er forrit til að gera skemmtilegar kynningar.

StoryJumper

Story Jumper er skemmtileg síða. Þar er hægt að skrifa sögur með myndum og gefa þær út sem bók.
Þetta forrit er hægt að nota fyrir alla aldurshópa og á öllum tungumálum.

Wix vefsíðuforritið

Ég hef verið að vinna í wix vefsíðuforritinu sem er auðvelt að vinna í. Ákvað að prófa að gera síðu tengda upplýsingatækni og Samspili 2015. Um leið og ég skrifa inn hér ætla ég að halda úti upplýsingasíðu á wix.

weebly - vefsíðugerð

Ég hef verið að gera heimasíðu með weebly forritinu. Það er skemmtilegt og auðvelt í meðförum.


laugardagur, 28. mars 2015

Connect fours

Connect four  spurningaforritið er svipað og notað er í Útsvari í sjónvarpinu þar sem keppendur raða orðum í dálka. Ég prófaði það með nemendum mínum í 7. bekk þar sem þeir útbjuggu smá keppni fyrir foreldrakvöld sem við vorum með, bara gaman.

Instant Classroom

Ég ákvað að prófa forritið InstantClassroom. Það er forrit sem gerir okkur kennurum kleift að skipuleggja skólastofuna ásamt því að skipta nemendum í hina ýmsu hópa. Klárlega eitt af þeim forritum sem ég mun koma til með að nota.

miðvikudagur, 4. mars 2015

Samspil 2015

Var á skemmtilegu námskeiði sem kallast Samspil 2015 í upplýsingatækni.
Námskeiðið var að byrja og stendur út þetta ár. Markmiðið með námskeiðinu er að tengja saman alla sem hafa áhuga á upplýsingatækni í námi og starfi. Einnig er það markmið að hafa gaman saman. Á þessu námskeiði kynntumst við umhverfinu í adobe connect fjarfundaforritinu. Hlakka til að bæta við mig meiri þekkingu í upplýsingatækni
kv. Auður